Sarpur fyrir 13. nóvember, 2006

Fóstbræður og við

héldum æfingu á þessum sautján töktum sem við syngjum með Sinfóníunni í næstu viku. Hljómar bara hreint ekki sem verst, ég held að við Hljómeykisstelpur plús getum alveg haldið í við þá.

Við Helena Marta vorum einar í fyrsta sópran á æfingunni (verðum sko fimm). Endum þetta á einum 4 töktum (í 6/4) af a“, ekkert annað að gerast. Skemmtilegt 😀

Leiðinlegt samt hvað við stungum allar af, Wagnerspesíalisti á staðnum ætlaði að fara yfir söguþráð óperunnar (og gerði sjálfsagt). Við höfðum bara ekki reiknað með lengdri æfingu, ég þurfti að sækja Fífu á tónleika sem hún var að spila á (já, líka leiðinlegt að komast ekki að hlusta) og svo voru litlu ormarnir einir heima þannig að mér veitti ekki af því að drífa mig.

Finnbogi, þú kannski fræðir okkur um þetta í pásunni næsta sunnudag í staðinn…

lesið endilega

þessa grein hans Konna kynlega.

Rás 1 lifi. Og það sem lengst.

já og

ég spilaði á svörtu fiðluna á tónleikunum í dag, ég held mér hafi verið ætlað það. Var komin inn í Seltjarnarneskirkju, opnaði fiðlukassann minn og blasti við slitinn D-strengur. Burtséð frá því að eiga engan auka D hefði ég engan veginn nennt að tilspila nýjan streng á tveim tímum (reyndar ekki hægt, held ég) eða gera ekki annað á tónleikunum en að stilla og stilla aftur og stilla einu sinni enn. Þannig að ég heim og sótti goth fiðluna sem brátt verður mín…

tónleikagestir tóku eftir henni, enda var ég á fremsta púlti í fyrstu. Áberandi? Já. So?


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

nóvember 2006
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa