Sarpur fyrir 8. nóvember, 2006

best að reyna að vera pínulítið gáfuð

og fara bara að sofa núna svo ég verði betur búin undir að gera mig að fífli í útvarpinu á morgun, burtséð frá öllu hinu sem dagurinn hótar.

Minnislisti

morgundagurinn lítur út fyrir að verða enn verra púsluspil en þriðjudagurinn.

Fyrir utan venjuleg morgunverk, (les koma Finni upp og moka af stað í skólann):

10.00 Upptaka í útvarpinu
11.00 Tannlæknir (vonandi ekki mjög lengi, því:)
12.45 Mæting í Neskirkju, jarðarför
13.00 Jarðarför
14.00 Ná í Freyju og Finn í skólann, fara með í selló- og víólutíma
14.45 Klára tíma hjá Finni og sækja Freyju
Smá pása
16.00 Skjóta Freyju í dans í Kópavoginn
17.15 Sækja Freyju aftur, keyra á kóræfingu í Langholtskirkju
17.45 Fara með Finn á bekkjarkvöld, Jól í skókassa
19.00 Sækja stelpurnar á kóræfingu
19.45 Fara á bloggarahitting í Þjóðleikhúskjallaranum
21.30 Heitt súkkulaði á Mokka með bloggurunum

hvers vegna set ég mig eiginlega í þetta allt saman?

spilaði

á lánsfiðluna á æfingu í gær, hún er svartlökkuð og alveg hrrrikalega flott. Vakti mikla athygli í bandinu, nú búast allir við því að ég mæti í goth stíl næst, með svartlakkaðar neglur, klessumaskara og hárið litað svart. Leitt að svekkja liðið. Annars yrðu neglurnar mínar lítt töff svartar, ég er alltaf með þær klipptar upp í kviku, ekki séns að spila á fiðlu með neglur (þar ég heppin, þoli ómögulega að vera með neglur)

Er reyndar búin að ákveða að kaupa þessa fiðlu. Sló í gegn. Þarf reyndar að skipta um strengi og stól en það er nú ekki mikið mál.

ørnen

er þrusuþáttur. Verst að ég get ekki horft á hann á sunnudögum, kóræfing á sama tíma, endursýndur á þriðjudagskvöldum en þá nær ekki dönskunemandinn að horfa, þarf víst að mæta í skólann á miðvikudagsmorgnum. Hmm. Láta Fífu horfa á sunnudögum, Jóni bannað, við horfum svo á þriðjudögum? Líklegast lausnin. (kannski erfiðast fyrir Jón Lárus…)


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

nóvember 2006
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa