Sarpur fyrir 6. nóvember, 2006

skila

þarf að skila bæði upptöku og nótum að Vídalínsmessunni niður í ITM, nótunum fyrir STEF og upptökunni fyrir tónlistarverðlaunin. Fæ nú tæpast verðlaunin, var nær því með Guðbrandsmessuna fyrir 3 árum, ég verð mjög hissa ef Þorsteinn Hauks fær ekki verðlaunin fyrir sinfóníuna sína. Já, eða Atli Heimir, heyrði hana reyndar ekki en flestir voru mjög hrifnir af henni. En það væri nú samt gaman að fá tilnefningu…

það

er farið að snjóa. Ætti að verða hressandi að labba í vinnuna á eftir.

mig vantar bakpoka, fæ alltaf vöðvabólgu af því að vera með þessa hliðartösku fulla af bókum og stundum fartölvuna (ræni alltaf fífu tölvu niður í lhí)

hvernig

ætli standi á því að maður missir hæfileikann til að sofa út?

hann

Kevin, kórvinur minn í Texas var með þennanlíka snilldarlista af lögum, hans 10 uppáhalds sem ég er búin að vera að útvega mér (já, KAUPA…) í smá tíma. Eagles: Wasted Time, U2: Still Haven’t Found What I’m Looking For og Dan Fogelberg: Leader Of The Band, 7 enn í bið.

frábært að eiga svona mikið eftir. Hugsið ykkur ef þið væruð búin að uppgötva alla góðu tónlistina í heiminum…

hananú

þurfti að skammast út í suma kórfélaga í kvöld. 8 æfingar fram að jólatónleikum og ég fæ sms – Æi, sorrí ég er í samsæti og gleymdi að láta vita að ég kæmist ekki. Hvað á svonalagað að þýða, eiginlega? Jú, þetta er ekki launað starf en samt! Nenni engan veginn að vera að einhverju hálfkáki. Grrrrr!

Annars er jólaprógrammið okkar bara svo mikil snilld. Bráðskemmtilegt á æfingum og góður hópur.

(sko, það voru reyndar 4 sem ekki mættu í kvöld og voru með gildar afsakanir. Það er liðið sem hefur ekki nema einhverjar partíafsakanir – eða þá engar – sem ég er pirruð á. Hef látið fólk fara fyrir svipaðar sakir. Jújú, ef liðið hefur mætt vel er alltílæ að sleppa einu sinni afsakanalaust. En annars ekki)

ekki það, ég er nokk viss um að þessi tvö sem ég er að ranta yfir hérna lesa alls ekki blogg…


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

nóvember 2006
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa