Sarpur fyrir 30. október, 2006

mánudagurinn

mun betri en síðast, bæði voru krakkarnir skemmtilegri en síðasta mánudag og ég í betra formi. Freyju bekkur algjörir englar. Aafskaplega gott að vera í fríi á morgun, samt, þarf bara að undirbúa afleysingakennsluna fyrir hetjuna hana móður mína.

Já og halda áfram að skoða mastersprógrömm úti um heim

Já og semja smá, kannski…

mundi það

ég ekki fyrr búin að fá fimmta tenórinn í hópinn en hringir í mig eitt fyrstatenórsefni. Sex tenórar. Mikið hrikalega líst mér vel á það. Sérstaklega miðað við að á síðustu tónleikum voru bara 3. Gaman að hafa alminlegan balans í röddunum. Náði líka í einn bassa í viðbót í dag, fyrir þennan sem hvarf. Gæti orðið (enn meira) gaman á æfingum.

Þetta þýðir líka að ég hef minni áhyggjur af því að vera ofmönnuð í altinum þegar þær tvær sem eru í pásu koma aftur eftir áramót. Langar ekki til að láta neinn fara.

hananú

milli tíma, settist við tölvuna og hugsaði: Já, sniðugt að setja inn færslu um þetta. Skrái mig inn og nú er ég náttúrlega gersamlega búin að steingleyma hvað ég ætlaði eiginlega að skrifa um…

kannski í næstu frímínútum, ef þetta dettur inn aftur.

stutt

kennsluvika núna, kenni bara í dag, vinnuvika í LHÍ, engir tímar og svo er mamma að kenna fyrir mig í Hafnarfirði á miðvikudaginn þegar ég fer í sólarhringsútlegðina.

hmm, ætli sé net þarna í gistiheimilinu á Sólheimum? Þóóraaa? Gæti verið að ég ræni tölvunni hennar Fífu með mér þá, netfíkill, ég.


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa