hrikalega gott að vera bara heima um helgina (fyrir utan smotterí eins og kóræfingar hjá mér og drengnum og eina tónleika, 15.15 á sunnudaginn). Ekkert djamm, bara Taggart og kannski Trivial.
Var annars nærri fallin fyrir nýju Trivial spurningunum í Hagkaup í gær. Eftir mánaðamót, kannski.
Talandi um Hagkaup þá var ég nærri snúin við og hætt við að fara inn þegar ég sá fulljólaskreytt anddyrið þarna í gær. Hefði það ekki verið fyrir að ég var búin að lofa að kaupa Pet Shop hvolp handa Freyju (helv… PetSjoppdraslið fæst bara í Hekkupp, held ég) hefði ég ekki stigið þarna inn fæti. Kommon, það eru TVEIR MÁNUÐIR í jólin!
Aaaaatli, hvar er borðinn? Mig vantar!
Nýlegar athugasemdir