Sarpur fyrir 27. október, 2006

heima

hrikalega gott að vera bara heima um helgina (fyrir utan smotterí eins og kóræfingar hjá mér og drengnum og eina tónleika, 15.15 á sunnudaginn). Ekkert djamm, bara Taggart og kannski Trivial.

Var annars nærri fallin fyrir nýju Trivial spurningunum í Hagkaup í gær. Eftir mánaðamót, kannski.

Talandi um Hagkaup þá var ég nærri snúin við og hætt við að fara inn þegar ég sá fulljólaskreytt anddyrið þarna í gær. Hefði það ekki verið fyrir að ég var búin að lofa að kaupa Pet Shop hvolp handa Freyju (helv… PetSjoppdraslið fæst bara í Hekkupp, held ég) hefði ég ekki stigið þarna inn fæti. Kommon, það eru TVEIR MÁNUÐIR í jólin!

Aaaaatli, hvar er borðinn? Mig vantar!

þetta

hér er ekki smá fyndið, sérstaklega þetta með ástæðuna fyrir því að þróunarkenningin er hætt að virka. Hnakkus er snillingur 😀

fluggír

með barnakóraverkið. Komin með grindina alla og kór 1, nú þarf ég að fylla svolítið út í hljóðfæraraddirnar, skella effektasúpunni á kór 2 og snurfusa og þá er ég búin. Tja, nema setja styrkleika- og hraðamerki og ganga frá partítúr og búa til parta…

kannski

hefði ég átt að gera svona eitthvað? Í kennslunni.


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa