Sarpur fyrir 23. október, 2006

stundum þoli ég ekki

suma þessara krakkaorma sem ég er að kenna. Hvað er með þessa sem þurfa í hverjum einasta tíma að (reyna að) ræna precious mínútum af frímínútunum mínum milli tíma: Æ, ég ætla baaara að klára niður blaðsíðuna! Gerðu það frammi, ormurinn þinn! Hvæsti líka á einn bekkinn (tja, sum þeirra, að minnsta kosti), nokkrir slúbbertar sem voru ekki búnir að skila neinum blöðum.

ha, nei, ég er ekkert í vondu skapi. Hvernig dettur ykkur það í hug, eiginlega?

síðustu ormar dagsins bíða. Þau eru nú reyndar mjög skemmtileg, öll með tölu…

saaaaaaanctuuuuus

tvær sóprönur mættar til að laga upptökur. Einhverjar frýr í einhverjum kóranna höfðu blastað svolítið mikið á háu tónunum í Sanctus kaflanum. Vona að Gunnar og kó geti blandað einhvern góðan kokkteil úr þessu, við Elma erum nú ekki beinlínis líkar söngkonur.

bump…

Ég ætla ekki

að fá mér svona kreditkort í bili.


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa