Sarpur fyrir 22. október, 2006

nærri dauð

úr þreytu.

Eins og sést á tímasetningu síðustu færslu var ekki farið mjög snemma að sofa í gær. Herra Finnur leyfir svo ekki mikinn útsvefn, vakti okkur fyrir 10. Jón Lárus átti að vera mættur á aukatíma í cís forritun klukkan tíu, dreif sig af stað hjólandi. Kom ekki sérlega á óvart að hvorugur hinna vinnufélaganna var mættur, morguninn eftir árshátíðarkvöldið.

Mávurinn bjargaði mér síðan upp í Gullhamra að sækja bílinn undir 2. Tók Fífu og vinkonu hennar með á fundinn í Skálholti, stóð til að hafa barnapössun meðan á fundi stæði. Komu að sjálfsögðu engin börn.

Og auðvitað tókst mér að láta kjósa mig í stjórn. Er núna virðulegur varaformaður Hollvinafélags Sumartónleika í Skálholtskirkju. Hefði ég verið minna þreytt hefði ég kannski mótmælt aðeins meira. En þetta á nú ekki að vera mikil vinna.

Keyrt heim, beint á fundinn í Kópavogi, sá var reyndar fljótafgreiddur, sem betur fer.

Myndi gefa mikið til að sleppa kóræfingunni á eftir, en þar sem það er fyrsta æfing fyrir Wagner dæmið, ég er búin að boða fullt af aukafólki og er þar að auki með allar nóturnar á ég svolítið erfitt með að sleppa.

Augun mín renna til, var að lesa síðustu málsgrein aftur og skildi ekki hvers vegna ég væri búin að borða fullt af aukafólki…

eymingjabloggi lokið í dag. Verður gott að byrja nýja vinnuviku til að geta hvílt mig smá.

annars

var bara gaman á árshátíðinni. Ekki eins gaman og í fyrra, reyndar, Logi Bergmann var hvergi nærri eins fyndinn og Gísli Einars sem var í fyrra, svo voru skemmtiatriðin ekki heldur eins góð. Nema húsbandið, alveg óvart voru þau með þennan líka mega trompetleikara (Jón Hafsteinn, þú ert í stórhættu sem fyrsti trompet SÁ), kom gersamlega á óvart.

Svo var Í svörtum fötum algjör snilld. Ekki nema svosem 4-5 leiðinleg lög (og nótabene ekki endilega leiðinleg, bara ekki að okkar smekk). Gat útskýrt misskilning fyrir Jónsa, gott mál.

Það eru ekki margir sem geta sungið Queen lög án þess að fokka þeim upp, en Jónsi getur það. Jóni Lárusi fannst bassaleikarinn kúlastur í bandinu, ég er náttúrlega pínu partial á Hrafnkel, bæði nemandi og svo er ég búin að þekkja drenginn síðan hann var 7 ára, eða svo. En söngvarinn er samt stjarnan. Skipti yfir í trommurnar í tveim lögum, trommarinn söng í staðinn en þá fór fókusinn bara yfir á trommarann. Hef ekki haft þetta svaka álit á Jónsa hingað til, hann var flottur í War of the Worlds en ég fílaði hann engan veginn í Júróvisjón.

hversu kúl er…

að vera með annað balllagið queen?

hversu kúl er það…

að fara upp í pásu með bandinu?

hversu uncool er það…

að eiga nemanda í bandinu?

úff!


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa