Sarpur fyrir 19. október, 2006

litlasystir

er með skemmtilegan leik á síðunni sinni. Hver getur fundið leiðinlegasta lagið. Kannski eilítið tengt öllum svörunum við færslu frá í gær hér á bæ.

hlakka ekkert

SMÁ til að fara í fyrsta söngtímann minn í – hmm, tjaa – rúm þrjú ár. Veit af því að ég er búin að taka upp ýmsa ósiði og svo fæ ég líka snilldarkennara þannig að ég ætti að ná einhverjum nýjum töktum. Mamma og pabbi gáfu okkur systkinunum öllum 10 tíma hjá honum fyrir tveimur árum, held ég, kominn tími til að fara að þiggja gjöfina.

Ætli ég þurfi að hafa eitthvað með? Varla, reyndar, held maður fái lítið að syngja annað en æfingar svona til að byrja með.

vöruflutningamiðstöðin

Njálsgötu 6 er búin að vera bissí í kvöld. Útkeyrsla um allan bæ, 53 þúsund króna virði af klósettpappír, þvottaefni og uppþvottaefni. Fífa er nefnilega að fara til Kína í vor. Til að familían fari nú ekki algerlega á hausinn var sett smá trukk í sölumennskuna. Ekki bara hér, reyndar, frétti af því að dóttir rektors vors hafi náð að selja fyrir 120 þúsund.

Vona að bensínkostnaðurinn fari ekki hátt í það sem unglingurinn græðir á þessu.

nokkrar fleiri

flatneskjur í kvöld en eins og ég kommentaði á sjálfa mig í gær, fullt af flottu stöffi líka.

Væri gaman að vita hvort maðurinn áttaði sig á því að á svæðinu var sá tónsmíðakennari LHÍ sem er aðal átorítetið í kór- og söngmúsík. Hefði verið svo auðvelt að þétta þetta verk í verulega flott stykki, án þess að hreyfa að ráði (eða bara eitthvað) við tónmálinu.

verð ekki í sjónvarpsupptökunni á sunnudaginn. Gott mál, bara.

(menningarhroka- og montblogg des Todes)


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa