Sarpur fyrir 16. október, 2006

messa

hvernig stendur á því að yfirlýstur trúleysingi eins og ég er alltaf að þvælast í einhverju kirkjustússi? Ja, ég segi ekki nei þegar af mér eru pöntuð trúarleg tónverk. Ekki séns. Og svo syngur maður við slatta af jarðarförum. Núna er ég að söbba í upptöku af messunni hans Gunna Þórðar. Náði að æfa svona helminginn á sunnudaginn var, svo þurfti ég að fara af æfingunni. Hef svo sem ekki áhyggjur af hinum köflunum, renni yfir þá á eftir eða morgun, svo upptaka annað kvöld og miðvikudag.

Annars virðast vera til nægir peningar fyrir popptenginguna, það er búið að fresta endurflutningi á minni nýjustu messu þar til næsta vor, fæst víst enginn styrkur. Þvuh.

kalt

inni hjá mér. Bannsett rok.

bróðir

minn (sá eini óbloggandi af okkur systkinum) misskildi færsluna mína í gær, hélt ég væri að gerast Sjálfstæðismaður.

in your dreams 😀


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa