Sarpur fyrir 15. október, 2006

arrg

hvar er vinstri vængurinn minn?

gærdagurinn

var ekki smá frábær. Tónleikarnir með Hamrahlíðarkórnum yndislegir, mörg flott verk sem ég hafði aldrei heyrt og svo fær maður alltaf hroll niður eftir baki við að hlusta á Vorkvæðið hans Jóns Nordal. Sat við hliðina á Hófí og Gunnari Frey, já og Mumma líka, (hann kom síðan við sögu í Eddu I) gaman að hitta netkunningja sína irl. (Varð svo þokkalega meira um það síðar um daginn).

Eddan var stórkostleg. Það er bara svo einfalt. Takk fyrir mig, allir, og pant vera með næst.

Svo var móttaka hjá borgarstjóra, bara flott, nóg að drekka en ekki alveg nóg að borða, fínar snittur en það fengu ekki allir. Sleppti síðustu tónleikum Norrænna, enda var Edda I hápunkturinn og hefði átt að vera lokaviðburður. Bara rugl að vera með eitthvað annað á eftir.

Heim að skipta í grímubúning (ekki mikið svosem, var bara í alsvörtum fötum og með grímu sem Fífa keypti sér í París) og niður á Sólon á grímuballið hennar Önnu.is Geeeeeðveikt partí, hef bara ekki skemmt mér svona vel mjög lengi. Heill hópur af bloggurum, Fríða, Elías, Hugskot, Beta, Harpa, Linda, Kalli, Hugi og Beggi. Er bókað að gleyma einhverjum samt. Bloggarar eru mjööög skemmtilegt fólk upp til hópa 🙂 Bætti við nokkrum hlekkjum hjá mér. Kom ekki heim fyrr en um hálfþrjú, held ég.


bland í poka

teljari

  • 374.188 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa