Sarpur fyrir 9. október, 2006

atónleikar

ég held að það sé ekki fræðilegur möguleiki að leiðast á svoleiðis tónleikum. Verulega skemmtilegt í kvöld, að minnsta kosti.

atvinnutilboð

var að fá stórundarlegt atvinnutilboð í póstinum áðan. Svo sem sjálfsagt ósköp venjulegt spam en nafnið á fyrirtækinu er spes.

Hljómar svona:

Good day Sir/Madam,
We inform you about new vacancies in Violent Cooperation Company.
If you are interested in our offer, please, write an e-mail to our manager Donald Albanese and visit our website
http://violentcooperation.us/j…
to receive a Representative Contract and detailed information about this job.
Best Regards,
„Violent Cooperation“ Company

dularfullt. Fengu margir svona? Ætli þetta sé ormur eða lús eða vírus eða eitthvað?

Og við endum á

ofurdæmigerðri túristamynd frá París.
er þetta nokkuð dæmigerð túristamynd?
Originally uploaded by hildigunnur.

Mig langar í svona

strá í garðinn.
Þetta eru bara
Originally uploaded by hildigunnur.

fararstjóri par excellence

horfir til himins. Vorum við svona vonlaus?
fararstjóri par excellence
Originally uploaded by hildigunnur.

og hér er

smá hluti hrúgunnar kominn heim í eldhús. Þetta var ekki sem verst rjómakantarellupasta.
Kantarellur
Originally uploaded by hildigunnur.

kantarelluhrúga

leit nokkuð vel út, bara.
kantarelluhrúga
Originally uploaded by hildigunnur.

fuglunum gefið í moskunni

Fullt af sníkjandi smáfuglum í tehúsi moskunnar. Fífa keypti sér dísæta köku til að geta gefið þeim.
fuglunum gefið í moskunni
Originally uploaded by hildigunnur.

Lúxus í París

hefði kannski átt að fjarlægja öskubakkann samt, á eiginlega ekki heima með hinu þarna.
Lúxus í París
Originally uploaded by hildigunnur.

dæmigert?

bagetturnar eru greinilega ekki allar bakaðar á staðnum. Ekki að þær væru neitt vondar…
dæmigert?
Originally uploaded by hildigunnur.

GPS punktur á núllpunkti

þarna verður náttúrlega að taka fastan punkt á græjuna. Líka uppi í Eiffelturni, þriðju hæð.
GPS punktur á núllpunkti
Originally uploaded by hildigunnur.

og nýja óperan

við Bastillutorgið. Líka flott en ekki smá ólík hinni gömlu.
Bastilluóperan
Originally uploaded by hildigunnur.

Gamla óperan

glæsilegt hús.
Gamla óperan
Originally uploaded by hildigunnur.

Nei, lampinn er ekki í forgrunni

hann er í alvörunni svona stór. Pottþétt stærsti Luxor lampi sem ég hef nokkru sinni séð.
Nei, lampinn er ekki í forgrunni
Originally uploaded by hildigunnur.

þessi gosbrunnur

minnir svolítið á Harry Potter.
minnir á Harry Potter
Originally uploaded by hildigunnur.

hvaða tré skyldi þetta vera?

fræbelgirnir minna á vanillustangir
hvaða tré skyldi þetta vera?
Originally uploaded by hildigunnur.

drekaþema í París

þessi var í grasagarðinum (Jardin des plantes), búinn til úr gömlum umbúðum.
drekaþema í París
Originally uploaded by hildigunnur.

það fór ekki

mikið fyrir því að það væri kominn október í París. Haust hvað?
grasagarðurinn
Originally uploaded by hildigunnur.

Myndir frá París

komnar á Flickr ef einhver vill skoða, slóðin er hér ef einhver vill. Slatti af myndum, kannski ég búi til smá syrpu á bloggið. Ég var reyndar ógurlega hugmyndasnauð við að nefna myndirnar, ekki horfa of mikið á nöfnin ef þið kíkið á flickr 🙂
Notre Dame
Originally uploaded by hildigunnur.

kenni ekki

í dag en er að vonast eftir að komast í kennslu á morgun. Krakkarnir líka öll heima, það er starfsdagur í Austurbæjarskóla, foreldraviðtöl á morgun. Ekki nokkur leið að semja með ormana heima. Þyrfti helst að geta hent þeim út til að hafa frið.


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa