Sarpur fyrir 8. október, 2006

æfingin

fór náttúrlega á kóræfinguna, þrátt fyrir að geta ekkert sungið. Söng nú samt. Komst meira að segja alveg upp, gat sungið neðst og efst en vantar alveg miðsviðið.

Auðvitað er röddin hálfu verri á eftir.

Held ég ætti ekki að fara að kenna á morgun ef þetta skánar ekki. Versta sem maður gerir við bilaða röddina að tala stanslaust í 4 tíma. Kemur í ljós.

Hrikalega flott músík, annars, sem við verðum með á jólatónleikunum.

fékk

annars áfall í Body Shop, það er hætt að framleiða mínar elskuðu vanillubaðkúlur. Evrópubúar víst hættir að fara í bað og svona kúlur notar maður ekki svo glatt í sturtu. Fékk eitthvað body mist í staðinn en það er bara ekki það sama. Muuu.

Vorum annars hæstánægð með útkomuna í Formúlunni í nótt. Jón Lárus vaknaði til að horfa og ég vaknaði á – hvað var það – 17. síðasta hring við hljómandi „Yesssss“ innan úr sjónvarpsherbergi.

(sorrí, Anna og Björn Friðgeir)

Þrátt

fyrir pirringinn á trúarbragðastríðinu og þrátt fyrir að vera stundum ósammála með aðferðir og orðbragð styð ég Vantrúarfólk í viðleitninni gegn því að þjóðfélag okkar verði svona. Kannski ekki mikil hætta á því en maður veit samt aldrei. Höfum við ekki yfirleitt elt Bandaríkin? Hef oft hugsað að Íslendingar séu blessunarlega heiðnir en var ekki einhver könnun um daginn sem leiddi í ljós að til er fólk hér sem trúir á intelligent design?

stóra H

ég er ekki vön að komast niður í stóru áttund. Úff. Stór og feit og þykk raddbönd. Gæti náttúrlega bara sungið bassann á æfingunni á morgun…


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa