Sarpur fyrir 7. október, 2006

raddlaus

ligg svona fimmund neðar en ég er vön og ekki séns að ég komi upp tóni. Gæti verið að ég bæði þennan hér að sjá um lyklamál á æfingunni annað kvöld og beili bara. Kemur í ljós.

booooring

vá (fyrir dyrum) hvað ég er orðin hrikalega leið á þessari trúar/vantrúardeilu. Þegar fólk er farið að kalla hvert annað nöfnum eins og í sjö ára bekk fer ég að forðast að fara inn á síðurnar.

Getum við ekki verið sammála um að vera ósammála um þetta, folks?

ekki

gleymdist nú kóræfingin. Ég var á foreldravaktinni og ýmislegt kemur upp, meðal annars beit einn strákur annan, (ekki þó inni á æfingunni heldur í kaffihléi). Sá bitni var alveg eyðilagður jafnaði sig ekki fyrr en hann fékk plástur. Hann var nú ekkert alsaklaus, hafði verið stanslaust að egna hinn hálft hléið. Strákar.


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa