hófust í dag klukkan 18.00 með móttöku og skemmtimúsík í Ráðhúsinu. Menntamálaráðuneytið (sem bauð til móttöku) gerði klassísku mistökin að bjóða upp á fullt að drekka og ekkert að borða, sem þýddi að á sinfóníutónleikunum á eftir var fullt af rallhálfum sársvöngum tónskáldum. Þó ekki eingöngu, á tónleikunum var slatti af öðru fólki, alls ekki vandræðalega tómt þó ég væri vel að ýkja segði ég salinn hafa verið þéttsetinn.
Rakst meðal annars á þennan bloggara, reyndar ekki í fyrsta skipti eins og við annars vorum sammála um, man nefnilega núna eftir að hafa spjallað við hann á Kaffibarnum eitt föstudagssíðdegi fyrir svona 6-7 árum, ásamt vinkonu Hanson.
Tónleikarnir voru annars skemmtilegir, verkið hennar Þuríðar þrælflott, sænska stykkið þar á eftir reyndar eitt það alleiðinlegasta sem ég hef komist í kynni við (verðlaunaverk víst, hvort segir það meiri sögu um dómnefndina eða hin verkin sem voru send í viðkomandi keppni)? Rúmlega blásaraverk eftir hlé, hressilegt og passlega stutt og svo partar úr óperu eftir Bent Sørensen í lokin, ekki alveg auðmelt en ég væri alveg til í að sökkva mér betur í verkið, gæti trúað að það sé þrælflott.
En semsagt, músíkveisla næstu 10 daga. Verð að muna að hringja inn í Sinfó og festa mér miða á Edduna.
Nýlegar athugasemdir