Sarpur fyrir 2. október, 2006

París

Komin heim eftir snilldar Parísarferð. Búin að sækja Freyju til ömmu og afa, ná í Finn á kóræfingu (tja, Jón gerði það reyndar), elda pasta með frönskum kantarellum í rjómasósu (ekki verst) og fara sjálf á eina kóræfingu. Þreytt.

Of þreytt fyrir alvöru ferðasögu, en verð að minnast á alvöru franska kvöldmáltíð í fimm hlutum hjá Parísardömunni og fjölskyldu í Copavogurei. Fordrykkur, forréttur, aðalréttur, ostar og desert, flott vín með öllu og ekki síst frábær félagsskapur. Takk fyrir okkur 🙂


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa