Sarpur fyrir 26. september, 2006

gekk

hörkuvel á tónleikunum, tvöfölduðum áheyrendafjöldann síðan um daginn og það þrátt fyrir mörgþúsundmanns í miðbænum, þar inni í eiginlega alla mína vini, fjölskyldu og kunningja. Ýmislegt hefur aldrei gengið betur, Ljóðið hennar Elínar (líklega erfiðasta verkið á efnisskránni) small algerlega og Hrafnamál Hreiðars Inga – tja, gengu betur en í vor. Ýkjulaust.

Þó nokkrir sem hvöttu okkur til að taka þetta upp og gefa út, það væri að minnsta kosti ekki enn ein platan með sömu lögunum. Veit nú samt ekki hvort maður fer að hamast í upptökum, nóg samt að gera. Síðustu tónleikarnir með þessu verða víst líklega ekki í nóvember heldur 21. okt, fyrsta vetrardag. Samt ekki alveg búið að negla dagsetninguna. Kemur í ljós.

muuuu

eru allir orðnir svona þreyttir á leiðindunum í kommentakerfinu mínu? eða er kannski bara ómögulegt að komast í gegn eða eitthvað? Engin komment við síðustu 7-8 færslur! Hvar eru allir?

(hmm, sé þetta núna. Kemst ekki í gegn. Og ég sem hélt að það vildi enginn tala við mig lengur…)

tónleikarnir

í kvöld, já, maður kann eiginlega varla við að plögga. En semsagt, ef þið ætlið ekki að ganga með Ómari niður í bæ í kvöld, þá eru tónleikarnir okkar í Hásölum við Hafnarfjarðarkirkju í kvöld, gengið inn um Tónlistarskólann. Um klukkutíma prógramm, bæði ný verk (annar flutningur á Mýrarlaginu eftir hana Rúnu, mjöög fallegt) og svo nokkrar íslenskar kórperlur sem fólk ætti að kannast við.

Þeir sem ætla að ganga þurfa þó engan veginn að örvænta, við syngjum prógrammið einu sinni enn, í draugalegu umhverfi á Eyrarbakka. Tvö af verkunum passa afskaplega vel inn í það andrúmsloft allt saman. Þetta verður líklega í nóvember, við erum ekki alveg búin að negla dagsetningu en þið verðið látin vita, ójá.


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

september 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa