sjónin

við Finnur fórum til augnlæknis í morgun, hann í fjórða eða fimmta skiptið en ég fyrsta. Sjónin hefur ekki verið mæld í mér síðan ég var krakki, var þá með fullkomna sjón, núll á báðum.

Not so, no more, no.

Augnlæknirinn okkar er í Mjódd. Frá stofunni hans fókuserar hægra augað á mér úti á bílastæði en það vinstra í Kópavogi.

Fékk gleraugnarecept upp á skjávinnugleraugu, hægra +2,5 og vinstra +4,25. Má samt nota ræflana mína úr apótekinu, (bæði gler +1,25) svo lengi sem ég fæ ekki hausverk og vöðvabólgu af ofreynslu og stífni. Læknirinn trúði mér varla þegar ég sagðist vel geta lesið heilan reyfara spjaldanna á milli án þess að þreytast of mikið. Heldur að minn heiftarlega hái sársaukaþröskuldur bjargi mér í því samhengi, ég er örugglega alltaf með hellings höfuðverk, ég finn bara ekkert fyrir honum…

2 Responses to “sjónin”


  1. 1 Gestur 2009-12-16 kl. 09:58

    Heads up – Þú getur fengið gleraugu eftir receptinu þínu á 4500kall á kreppugler.is . amk 20þús ódýrara en ódýrustu gleraugu útúr verslun hérna, og koma hörkuvel út. Þá geturðu líka sparað sársaukaþröskuldinn í eitthvað annað 🙂

  2. 2 hildigunnur 2009-12-16 kl. 10:08

    jamm veit – þarf samt örugglega að fara aftur og fá nýtt, sjónin væntanlega breyst svolítið síðan þarna fyrir þremur árum. Mesta furða hvað ég endist reyndar með apótekagleraugun.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

september 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: