við Finnur fórum til augnlæknis í morgun, hann í fjórða eða fimmta skiptið en ég fyrsta. Sjónin hefur ekki verið mæld í mér síðan ég var krakki, var þá með fullkomna sjón, núll á báðum.
Not so, no more, no.
Augnlæknirinn okkar er í Mjódd. Frá stofunni hans fókuserar hægra augað á mér úti á bílastæði en það vinstra í Kópavogi.
Fékk gleraugnarecept upp á skjávinnugleraugu, hægra +2,5 og vinstra +4,25. Má samt nota ræflana mína úr apótekinu, (bæði gler +1,25) svo lengi sem ég fæ ekki hausverk og vöðvabólgu af ofreynslu og stífni. Læknirinn trúði mér varla þegar ég sagðist vel geta lesið heilan reyfara spjaldanna á milli án þess að þreytast of mikið. Heldur að minn heiftarlega hái sársaukaþröskuldur bjargi mér í því samhengi, ég er örugglega alltaf með hellings höfuðverk, ég finn bara ekkert fyrir honum…
Nýlegar athugasemdir