Sarpur fyrir 25. september, 2006

og það var splæst í nýtt lyklaborð í dag. Litlasystir ætlaði að vera þvílíkt almennileg og gefa okkur sitt gamla en það reyndist þá vera serial en ekki usb. Cubinn er bara ekki með neinu serial tengi. Einu sinni átti ég eitthvað serial to usb millistykki en ég held alveg örugglega að ég hafi hent því.

En ég er amk. komin aftur á mína tölvu. Gottgott.

sjónin

við Finnur fórum til augnlæknis í morgun, hann í fjórða eða fimmta skiptið en ég fyrsta. Sjónin hefur ekki verið mæld í mér síðan ég var krakki, var þá með fullkomna sjón, núll á báðum.

Not so, no more, no.

Augnlæknirinn okkar er í Mjódd. Frá stofunni hans fókuserar hægra augað á mér úti á bílastæði en það vinstra í Kópavogi.

Fékk gleraugnarecept upp á skjávinnugleraugu, hægra +2,5 og vinstra +4,25. Má samt nota ræflana mína úr apótekinu, (bæði gler +1,25) svo lengi sem ég fæ ekki hausverk og vöðvabólgu af ofreynslu og stífni. Læknirinn trúði mér varla þegar ég sagðist vel geta lesið heilan reyfara spjaldanna á milli án þess að þreytast of mikið. Heldur að minn heiftarlega hái sársaukaþröskuldur bjargi mér í því samhengi, ég er örugglega alltaf með hellings höfuðverk, ég finn bara ekkert fyrir honum…

imogen heap

er skemmtilegur músíkant. Gaman að vera að detta inn í unglingamúsíkina í gegn um unglinginn sinn.


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

september 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa