nokkrir uppáhaldsbloggararnir mínir komnir inn á Mikka. Nú hætti ég að missa af færslunum hjá þeim 🙂
Sarpur fyrir 18. september, 2006
samkvæmt frétt á blaðsíðu 10 í Fréttablaði dagsins er einmitt meiningin að „skipulagsbreyta“ Sumartónleikum í Skálholtskirkju. Sumartónleikarnir eru nú reyndar sjálfseignarstofnun, heyra ekki beint undir kirkjuna. Og hvers vegna þurfa þeir endilega að gera það? Kirkjulistahátíð er þegar haldin, (reyndar bara annað hvert ár), í Hallgrímskirkju, þarf aðra?
Sumartónleikar fá góðan styrk frá kirkjunni, í staðinn hafa verið samin fjöldamörg kirkjuleg tónverk, stór hluti þeirra lifir áfram með þjóðinni og jafnvel úti um heim.
ég er ekki smá fegin að vera ekki að syngja í Eddu I, undir (æfinga)stjórn söngmálastjóra. Hefði átt afskaplega erfitt með að mæta á æfingu í dag.
Hvernig stendur annars á því að það er ekki einn einasti stafkrókur um brottrekstur organista Skálholtskirkju og þessi mál hin, í Morgunblaði allra landsmanna? Spyr sá sem ekki veit.
Nýlegar athugasemdir