koma einhverjir sjálfskipaðir vitringar í fjölmiðla
og tala fjálglega um bloggmiðilinn, hvað fólk sé nú firrt og athyglissjúkt sem sé að þessari vitleysu.
Einn söngfélagi okkar Hallveigar talaði einhvern tímann um hvað þetta væri nú ógeðslegt, fólk að bera sínar innstu tilfinngar á torg.
Ég spurði hann hvort hann hefði einhvern tímann lesið bloggsíðu. Nei, það hafði hann nú ekki gert. Og hafði náttúrlega ekki græna glóru um alla hlutina sem maður skrifar EKKI um, því þeir koma alþjóð ekkert við.
Kannski erum við athyglissjúk, ekki ætla ég að dæma um það. En mýtan um fólk sem einangrar sig, dettur út úr mannlegum samskiptum og situr bara fyrir framan tölvuna og pikkar passar að minnsta kosti ekki við mig og mína vini. Við höldum að minnsta kosti jafngóðu sambandi við okkar gömlu vini og kunningja og áður. Munurinn er frekar sá að nú þekkjum við fullt af fólki (og þykir vænt um) sem við annars hefðum ekki haft hugmynd um að væru til, hvað þá meira. Og við látum ekki við tölvuskjá sitja, heldur hittumst in the flesh, so to speak.
Buðum bloggvinkonu og fjölskyldu til dæmis í mat í vor, bara svona út í bláinn, heppnaðist ljómandi vel, nú í kvöld endurguldu þau greiðann og ég efast um að við látum þar við sitja. Hver er kominn til með að segja að þetta sé verri leið en önnur til að eignst góða vini?
Kærar þakkir fyrir frábært kvöld í kvöld. Þar til næst!
Nýlegar athugasemdir