Sarpur fyrir 14. september, 2006

fundur #3

Finns fundur búinn. Auðvitað tókst mér að falla í bekkjarfulltrúann, mundi ekkert eftir því að síðast þegar ég var bekkjarfulltrúi gerði ég ekkert en var ég með samviskubit allan veturinn. Jæja, ég get að minnsta kosti verið tengiliður, skrifað póst á alla foreldra og boðað hingað og þangað og látið vita um hluti. Góð í því.

hananú

búin að setja niður alla tónana í píanótríóið. Þá er „bara“ að setja inn styrkleikabreytingar og hraðatákn, og búa til partana. Klárast um helgina.

Enn verið að hræra í kommentakerfinu mínu, nú fékk ég eitt með rugluðum íslenskum stöfum og get ekki farið inn og breytt neinu. Eins gott að það komi eitthvað af viti út úr þessu hjá þeim í enetation!

Fundur #2

Fífu bekkur í morgun. Ágætt, fámennt reyndar en góðmennt. Varð ekki glöð yfir að það er hætt að hafa hraðferð og hægferð í bekkjunum (fyrir utan níundabekkjarvalið, reyndar), of margir foreldrar búnir að rífast í skólastjórnendum um að þetta sé ólöglegt og setji börnin þeirra í tossabekki. Óþolandi. Fæ reyndar ómögulega skilið þetta, þar sem allir græða á getuskiptingu í ákveðnum fögum, ekki síst þau verr stöddu, þar sem þau fá að vinna á sínum eigin hraða í stað þess að þurfa að vera alltaf á eftir. Það er ekki einu sinni eins og þetta sé neitt tossabekkjardæmi, þar sem þetta var bara í ensku og stærðfræði, allir voru saman í hinum fögunum. Grrr.

Tvær mömmur buðust sjálfar til að vera bekkjarfulltrúar. Fínt.

Kom heim og þá var unglingurinn búinn að taka til í eldhúsinu og raða úr uppþvottavél. Yndisleg.

Annars heyrði ég svo vonda kjaftasögu í gær að ég er enn að jafna mig. Vona að þetta sé ekki rétt :-O


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

september 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa