Sarpur fyrir 11. september, 2006

fundir

Það er ekki gott að eiga börn á öllum skólastigum grunnskóla. Núna í þessari viku eigum við að mæta á kynningarfundi fyrir börnin sem hér segir:

MIÐSTIG (5.- 7. bekkur) miðvikudagur 13. sept. kl. 08.05 – 09.30.

UNGLINGASTIG (8. – 10. bekkur) fimmtudagur 14. sept. kl. 08.05 – 09.30.

1. bekkur bíósalur miðvikudagur 13. sept. kl. 19.00 – 21.00 OG FRAMHALD! fimmtudaginn 14. sept. kl. 19.00 – 20.00 í bekkjarstofunum.

vitið þið, ég er svei mér ekki viss um að við mætum á þetta allt. Hvað í ósköpunum þurfa þau að segja okkur í þrjá heila tíma um fyrsta bekkinn? Að minnsta kosti hvað sem við sem þriðjaskiptisforeldrar vitum ekki fyrir?

þvælingur

á mér næstu helgar, tja, núna næst er það eina reyndar löng kóræfing en helgina þar á eftir fer Hljómeyki í tónleikaferðalag austur á Eiða og ég lengdi ferðina í annan endann til að geta heimsótt bróður minn og mágkonu, verður snilld. Svo helgina þar á eftir verður stefnan sett á París, hvar við Jón Lárus og Fífa kíkjum meðal annars í heimsókn til dömu einnar fínnar. Get ekki beðið.

(vá hvað mér tókst að setja marga hlekki hér inn. Best að birta færsluna og sjá hvort þetta kemur allt rétt út – allir handgerðir. Og ég sem er að skrifa þetta úr pésénum niðri í Suzuki og gæti notað hlekkjatakkann. Mín pínu sein…)

nýja eos vélin

(fann hjá Begga sem stal héðan) Mæli með að þið smellið á myndina til að sjá betur merkingarnar á tökkunum. Mætti alveg notast við suma þeirra…
new-eos
Originally uploaded by monkeyc.net.

bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

september 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa