Sarpur fyrir 10. september, 2006

berjamór

Fór með krakkana upp að Ölfusvatni í berjamó í dag. Hef nú reyndar alveg lent í berjamó í betra veðri, rigning og rok eru ekki alveg ídealið. Náðum þó í eitt gott berjaskyr. Nú þarf bara að kaupa rjóma.

Fékk svo góðan gest í gullköku (að sjálfsögðu breytum við nafninu héðan í frá, miklu flottara en sjónvarpskaka) og kaffibolla. Hún lánaði mér ljóðabókina Þokur eftir leyniskáldið Jón Kára. Kíki á það, hlýt að fá inspírasjón.

Kom svo í ljós að mamma þekkir leyniskáldin vel. Á meira að segja langa grein úr Vikunni frá því á þessum tíma, verð að ljósrita hana og lesa (skal taka kópíu fyrir baun, ef hún vill)


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

september 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa