Sarpur fyrir 8. september, 2006

Tonleikar

frábærir Sinfóníutónleikar áðan. Berlioz stykki sem ég hlustaði á mér til óbóta fyrir svona tuttugu árum, Grieg sönglög (yndisleg söngkona, pínu kvefuð samt) og svo Scheherazade eftir Rimsky-Korsakoff. Ohh, það er bara svo mikið snilldarstykki. Verst að það var voðalega mikið af óvönu fólki á tónleikunum sem var alltaf að klappa milli kafla. Tókst samt ekki að skemma upplifunina. Lokakaflinn er bara fáránlega magnaður.

Heim, og þá hafði pósturinn komið með ruslfæðið mitt, loxins. Fiskurinn enn í tollafgreiðslu samt, þannig að þetta er bara ruslið. Kúl.


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

september 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa