Sarpur fyrir 7. september, 2006

púslið

nýja fimmtudagspúslið er að komast í skorður. Nú eru bæði yngri börnin í hljóðfæratímum á fimmtudögum, Freyja á Engjateigi klukkan 2 og Finnur í Sóltúni klukkan kortér yfir 2. En að ég geti notað sömu ferðina, neeeii, er búin að fá leyfi til að Freyja fái frí í hálfum síðasta tímanum, sæki hana klukkan 13.40, keyri á Engjateiginn, skil hana eftir, bruna aftur í Austurbæjarskóla og sæki Finn í íþróttatíma. Get víst ekki ætlast til að barnið fái frí í öðrum íþróttatíma vikunnar. Hann fær sinn hálftíma og svo sækjum við Freyju á Engjateiginn þegar Finnur er búinn. Dansinn byrjar síðan í næstu viku, byrjar klukkan 16.25. Sikksakk á bílnum. Sé ekki að þetta myndi ganga á strætó, jafnvel þó hann væri á 10 mínútna fresti.


bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

september 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa