Sarpur fyrir 2. september, 2006

dagurinn

var frekar bissí, bókaveisla hjá Nönnu í morgun ásamt Birni Friðgeiri, ganga kring um Vífilsstaðavatn með extended family, (hitti formanninn og bar undir hann samsæriskenningar miklar, held að það hafi verið samsært (tja, eða einsært, kannski) til að henda mér út úr nefnd einni ákveðinni, formaður vissi ekkert en varð fúll og ætlar að ganga í málið), veisla hjá móðursystur, við Hallveig skutumst frá til að syngja við eitt brúðkaup, aftur í veislu, glæsilegir afgangar handa okkur, skemmtilegt lið, takk fyrir okkur. Heim. Skipta um föt (aftur). Farið og tínt eitt og hálft kíló sólberja hjá Ester vinkonu. Heim. Einn bjór. Hér sit ég.

Lítur út fyrir að morgundagurinn verði minnst jafn upptekinn. Helgarfrí hvað?

Komin

úr bókahlaðborðinu, tær snilld. Fullt eftir samt, örugglega 5 heilir kassar. Nú verður sko lesið.
bækurnar frá Nönnu
Originally uploaded by hildigunnur.

bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

september 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa