Sarpur fyrir 1. september, 2006

heyrðu já

skemmtilegt viðtal sem hún Gurrí tók við Önnu í Viku vikunnar. Keypti blaðið aldrei þessu vant (sorrí Gurrí, en ég les voða lítið af tímaritum, ekki heldur Séð og heyrt, Hér og nú, Birtu, Mannlíf, Bleikt og blátt, bara Lifandi vísindi, Gestgjafann og Familie Journalen)

Anna segir meira að segja frá fyrstu „kynnum“ okkar. Skondið.

vá, hvað

ég er hrikalega fegin að hafa haft afsökun til að vera ekki með í frumflutningi á Eddu óratoríu eftir Jón Leifs á Norrænum tónlistardögum í október.

Sá nefnilega nóturnar í dag.

Þetta er

alveg hryllilega gott nammi. Fífa rakst á það í Nóatúni í dag, ég er í stórhættu á að verða algerlega húkkd.
aero bubbles
Originally uploaded by groc.

upptakan

búin, lagið komið inn. Verður svona rørende móment í myndinni. Náðum ekki inn hinu dótinu, átti að vera meira effektar en eiginlegt lag/útsetning, getur verið að við tökum það á sunnudagskvöldið í staðinn. (N.B. þetta gekk ekkert illa, bara ákveðið vesen á einum kórfélaga og svo höfðum við ekki kirkjuna nema í rúman klukkutíma)

Tökum lagið örugglega með þegar við förum austur eftir nokkrar vikur, tónleikar á Eiðum laugardaginn 23. sept. Gengur, þar sem lagið er eftir Mugimömmu en ekki Mugison. (erum að endurtaka tónleikana Tónlist eftir kórfélaga, sko).

Fífa fór í fyrsta söngtímann sinn í dag. Áfangi.

aleinn

lítill maður labbaði aleinn i skólann í dag. Átti að fara með vini sínum sem býr á móti en kvartaði yfir því að sá hefði bara hlaupið af stað og ekkert beðið eftir sér. Vildi nú samt ekkert að ég væri neitt að fara á fætur og fylgja, gæti þetta bara alveg sjálfur.

mamman pínu með hjartað í buxunum, verður að viðurkennast.

En allt fór þetta nú vel og hann var ekkert seinn, spurði kennarann í lokin.


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

september 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa