bíllinn

í morgun kom Jón Lárus með eina af morgunupphrópununum sínum (Gaaa! Hvernig verður klukkan alltaf svona margt?) og ég sagði: þú getur alveg verið á bílnum í dag, ég er ekki að fara neitt fyrr en í kvöld. Jón: Nei nei, ég hjóla. Ekki smá duglegur.

Svo klukkan níu, rétt um það bil sem ég kem heim frá að fylgja litla gaur í skólann hringir síminn. Deildarstjóri tónfræðagreina í Hafnarfirði: Heyrðu, steingleymdi að hringja í þig, það er fundur núna eftir kortér.

Ég þangað.

Komin heim, rétt um hádegi. Skrifstofustúlkan í Suzuki hringir: Hvenær ætlaðirðu að kíkja hingað og skrá hópana inn í kerfið?

Ég þangað.

Eins gott að eiga svona hetju fyrir mann!

Svo fór ég reyndar á fundinn inn í Garðabæ núna í kvöld (ss. eina sem ég hélt ég þyrfti að fara í dag). Er að fara að semja verk fyrir stórt norrænt barna- og unglingakóramót sem verður haldið hér næsta vor. Þema Mystik og magt eða eitthvað þvíumlíkt. Er að spá í einhvers konar þjóðsögu, Djáknann á Myrká eða álíka. Hugmyndir vel þegnar.

Reyndar var farið inn í bílinn áðan, eftir að við skutumst í búð og gleymdum að læsa. Allt draslið úr hanskahólfinu lá á gólfinu. Immmbrotsþjófurinn fann samt ekki framhliðina á græjunni, ég sé ekki að neitt hafi verið tekið. Eins gott.

0 Responses to “bíllinn”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.761 heimsóknir

dagatal

ágúst 2006
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: