Sarpur fyrir 30. ágúst, 2006

frægðin

maður endar á að verða landsfrægur matgæðingur, Fréttablaðið vatt upp á sig og nú á maður að mæta í Gestgjafanum. Ritstjórinn hringdi í mig, sagðist bæði hafa litist vel á rifsberjakjúklinginn (sem ég reyndar stal og staðfærði úr eldgömlu Familie Journalen) og heyrt annað gott (Nanna, hefur þú eitthvað með þetta að gera?) Bað mig um smárétt í klúbbablaðið. Ljósmyndari mætir á mánudagsmorguninn og ég bý til mitt fjölskyldufræga heita brauð. Varð eiginlega að gera pínu breytingu á því svo ég eigi nú eitthvað í því, en ég nefni nú frænkuna sem lét mig hafa uppskriftina til að byrja með.

gaman aðissu.

yfirstaðið

bæði pest og fyrsti kennsludagur, líst bara ljómandi vel á bekkina mína tvo í LHÍ. Skemmtilegir og klárir krakkar. Voru það reyndar í fyrra líka. Gaman.

Svo erum við í Hljómeyki að fara í upptöku á tveimur lögum fyrir Mýrina. Mugison sér um músíkina og bað okkur að taka smá part. Föstudagskvöldið fer í þetta. Verður pottþétt gaman.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

ágúst 2006
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa