sigling

og grill í dag, í boði Samstarfs, starfsmannafélags Samskipa. Snilldarveður til siglinga, okkur var hrúgað um borð í búr og stór lyftari fenginn til að hífa búrið svona 3-4 metra niður að sjó svo fólk kæmist um borð í Litlafellið, bát starfsmannafélagsins. Ég hélt að ég myndi verða skíthrædd, frekar lofthrædd, þoli til dæmis engan veginn að fara í kláfa og þannig lagað (humm, kannski er ég að skána af þessari vitleysu, líkt og sjónvarpsfælninni). Fékk að minnsta kosti ekkert panic attack. Siglingin frábær, skipstjórinn gat spýtt í á bátnum, sjórinn eins sléttur og hann getur mögulega orðið, held ég.

Grillið var í höndum Grillvagnsmeistara, ekki smá gott, alvöru borgarar, grillspjót, kjúklingar og pylsur og alls konar meðlæti. Mikið betra en ég bjóst við. Oft bara hálfkaldar pylsur á svona samkomum.

0 Responses to “sigling”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.762 heimsóknir

dagatal

ágúst 2006
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: