Sarpur fyrir 20. ágúst, 2006

þvílíkur

snilldar sumarauki sem þessi vika er búin að vera.

neinei, ég meina sumar, þetta var eiginlega eina sumarið sem við fengum. Tíndi rifs hér í klukkutíma í dag, nennti ekki að bera á mig blessað Prodermið og nú klæjar mig í vinstri handlegg af sólarexemi. Boring. (ekki nógu mikið til að ég nenni að bera á mig xylocaine krem sem ég á hérna niðri, bara gott að vera minntur á að það er búin að vera smá sól) Að minnsta kosti var pallurinn frekar næs í dag. Ætluðum að athuga með sveppamó en tímdum ekki af palli.

Nýtt útiljós keypt í dag, dæmigert fyrir keðjurnar, auglýsa svaka flottan afslátt á útsölu, svo er annaðhvort ekkert til eða þá eina sem maður getur hugsað sér ekki á útsölu. Féllum fyrir fjári flottu ljóskeri hjá Húsasmiðjunni, ekki á útsölu, að sjálfsögðu. Komið upp. Finn ekki mynd á netinu. Fer í myndaröðina…


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

ágúst 2006
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa