Sarpur fyrir 16. ágúst, 2006

hvers vegna

í ósköpunum ætli mig syfji svona svakalega núna? Búin að vera ógnarhress í allan morgun, í heimsókn hjá nýbloggupprisnu vinkonu minni (keypti af henni hversdagsbollapör frá Bing og Grøndahl í búðinni, völlur á manni, skoh!), þvældumst í gardínubúðir og hitt og þetta annað á meðan drengurinn var á námskeiðinu; heim, settist í góða stund með litla gaur í nýja leikinn, skrapp síðan í bað – jaaaá, baðið var það, auðvitað.

Á sem sagt að vera að vinna núna og er að hrynja niður fyrir framan tölvuna. Verð líka að láta drenginn út að leika, hann sniglast í kring um mig og bíður eftir að ég hætti að vinna svo hann komist aftur í leikinn. Ekki gott vinnunæði það. Maaammaaa! Hvað verðurðu lengi í tölvunni? Ha? í allan dag? Af hverju?


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

ágúst 2006
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa