Sarpur fyrir 12. ágúst, 2006

snilldarafmæli

hjá henni Gurrí að venju, ekki smá flott útsýni úr penthouse íbúðinni hennar við ströndina (nei, ekki við Skúlagötu, miklu flottari strönd) Er það þetta sem heitir Langisandur, Gurrí?

Jón Lárus hamaðist allan tímann meðan ég var í burtu, maður hálfskammast sín. En hann hefði nú alveg getað geymt hluta til morgundagsins, þá hefði ég verið með. Ekki það, það er mjög gott að vera laus við bæði gám og sandhrúgu, nevermænd drullupyttinn í garðinum.

Jæja, nú höfum við heilar 22 1/2 mínútu til að kaupa afmælisgjöf, pakka inn og koma okkur í þrítugsafmælið. Held það hefði verið mjög gáfulegt af Jóni að hætta fyrr að moka og fara og kaupa gjöf…

þessu þurfti

ég ekki á að halda akkúrat núna. Litli gaurinn gubbaði allt rúmið sitt út, er nú kominn í mömmurúm með bala fyrir framan. Úgg. Farin á eftir honum (vona að ég þurfi ekki líka að nota balann, hún Gurrí myndi aldrei trúa mér ef ég segðist ekki komast í afmælið vegna gubbupestar…)

dagurinn

langur og erfiður en skemmtilegur undir lokin.

Kláruðum að moka burtu jukkinu (nenni ekki að henda inn myndinni, kannski á morgun), Jón Lárus hreinsaði líka eftir Eðalverk gaurana sem voru að vinna hér í hitteðfyrrasumar og skildu rennusteininn eftir fullan af sandi. (ussussuss). Tókst síðan ekki að fjarlægja gáminn, við vorum búin að frétta af því að gámabíllinn væri á leiðinni, rétt fyrir sex, og pöntuðum þá hlass af möl. Nema hvað, gámurinn var svo fullur og þungur að bíllinn réð ekkert við hann. Þýddi ekkert að biðja um stærri bíl, hann myndi aldrei ná að koma áður en malarbíllinn mætti á svæðið. Þannig að staðan núna er þannig að gámurinn er enn fyrir utan, ásamt sirka 5 rúmmetrum af möl á gangstéttinni og út í bílastæði.

Þegar hér er komið í frásögninni verð ég eiginlega að minnast á að við vorum búin að bjóða fyrrverandi nágrönnum okkar í mat í kvöld, fyrir talsverðu síðan. Ákváðum að vera ekkert að fresta því neitt.

Jæja, malarbíllinn kemur, sturtar sínu stóra hlassi á gangstéttina. Og meðal annars fyrir innkeyrsluna hjá nágrönnunum. Þetta var um sexleytið. Við náttúrlega neyddumst til að standa sveitt við og moka frá þannig að grannarnir kæmust nú út.

Sem betur fer var matseldin einföld og eiginlega búin strax upp úr fjögur (tagliatelle bolognese), átti bara eftir að sjóða pastað.

en mikið er maður orðinn þreyttur! Og á morgun meiri mokstur og tvö afmæli. Úff!


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

ágúst 2006
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa