Sarpur fyrir 5. ágúst, 2006

ætli Ítalir

baki aldrei smákökur eða marengs? Uppgötvuðum um daginn að nýju fínu ítölsku gaseldavélinni okkar fylgir engin bökunarplata. Hægt að komast fram hjá því með bökunarpappír og grind en ég er ekki alveg nógu glöð með það fyrir pavlóuna sem við ætlum að baka á eftir fyrir matarboð á morgun. Geymdum reyndar plötuna úr gamla ofninum en hún er bara of stór fyrir þennan.

Tengdó átti plötur úr gömlum Rafha ofni, fáum þær lánaðar svo pavlóubaksturinn ætti að ganga upp.

Annars hefur gengið á ýmsu með matarboðið, ætluðum að hafa kálfakjöt en slíkt er víst ekki upp að drífa í borginni, sjálfsagt allir kálfar (amk. allar kvígur) settar á þessa dagana til að auka mjólkurframleiðsluna. Veitingahús sitja svo sjálfsagt fyrir með það kjöt sem til fellur.

Þannig að gestirnir fá bara lax í staðinn. Vonandi fellur hann í kramið.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

ágúst 2006
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa