Sarpur fyrir 1. ágúst, 2006

annars

er þetta búinn að vera þvílíkur snilldardagur að við myndum muna hann lengi ef myndavélin hefði ekki gleymst. Sólbað á pallinum, fjölskyldu- og húsdýragarður með Óla bróður og fjölskyldu, Kristján Óli frændi er stóra fyrirmynd Finns (ef Kristján Óli vill ekki borða þá vill Finnur heldur ekki borða. Nú situr Finnur í eldhúsinu og gúffar í sig brauðsneiðar með Nutella). Flest tækin í Fjölskyldugarðinum varð náttúrlega að prófa. Hélt á jakkanum mínum í garðinum, hefði mátt verða eftir í bílnum eða þá bara heima.

þetta má bara vel halda svona áfram, takk!

Vorum reyndar að tala um að Íslendingar ættu að markaðssetja rok og rigningu og kulda þegar eru hitabylgjur í evrópu og bandaríkjunum, einhver sagði að þá yrði fólk fúlt í svona veðri, tuttugu stiga hita og sól. Hnussaði í Óla, nýkomnum úr hitabylgju í Bretlandi, jafnvel í tuttugu stiga hita í Reykjavík er nóg að fara út á Ægissíðu og fá smá hafgolu til að enginn yrði svekktur.

vá!

ekki smá pökkuð núna. Grillveður ársins, tækifærið að sjálfsögðu notað upp í topp. Ofurborgarar, uppskript úr Fréttablaði frá því fyrir nokkrum dögum. Plús bjór. Það var þetta með að halda í við sig. Hmmm?


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

ágúst 2006
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa