Sarpur fyrir 28. júlí, 2006

íslensk

slagorð

hafa tendens til að vera í 6/8 takti.

annars var mótmælastaðan í dag ágæt, hefði mátt vera svona tíuþúsund manns í viðbót við þessa, hvað, fjögur – fimmhundruð sem voru (ágiskun svona sirka beint út í bláinn en gæti verið nokkuð rétt) Og bara stemning á staðnum. Ekki sást nú mikið líf í sendiráðinu, fremur venju.

litli gaurinn

er í útlegð hjá ömmu sinni og afa, fór á þriðjudaginn og kemur aftur í dag. Búið að vera frekar tómlegt. skrítið að leggja bara 4 diska á borð í stað 5. Unglingurinn sést lítið heima hjá sér líka, síðasti dagurinn hennar í unglingavinnunni í dag og svo var ein besta vinkona hennar að koma heim úr hálfs árs dvöl í Mozambique, þannig að ef Fífa er ekki í vinnunni er hún hjá Steinunni að skoða myndir, heyra frásagnir og festa hengirúm í tré.

Miðbarnið er hálf munaðarlaust, systkinin sjást ekki og allar vinkonurnar einhvers staðar í burtu. Bjargast með fyndnabarninu litlufrænku í dag og svo kemur jú bróðirinn heim síðdegis.

Ágætt að hafa vinnufriðinn, reyndar…

allir að mæta

hingað á eftir. Algjör skylda!


bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

júlí 2006
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa