Sarpur fyrir 25. júlí, 2006

vipta

Jón Lárus hamast við að setja upp viftu yfir eldavélinni. Þriðji áfangi nýs eldhúss. Snilld, bara. Þá getum við loxins farið að djúpsteikja af einhverju viti…

að Amazon.com væri farið að höndla með matvöru og hugsaði mér gott til glóðarinnar að panta ruslfæði frá Brandararíkjunum. (Kraft Luxury Mac&cheese, Jell-o með vatnsmelónubragði, Cheetos og svo lax í dós (ókei, kannski ekki junkfood)). Fyrsta hindrun: Voru ekki með Cheetos. Ókei, þoli það. Svo kom stóra hindrunin. Matvæli ekki seld utan Bandaríkjanna. Oooo.

Skil reyndar ekki hvers vegna lax í dós fæst ekki hér. Góður ofan á brauð. Hvernig væri að Ora tæki þetta til athugunar.

kötturinn

er gersamlega athyglissjúkur síðan við komum heim. Nágranni okkar hér í húsinu á bak við sá um að gefa henni mat og klapp einu sinni á dag en hún er svo mikil félagsvera að hún hefur pottþétt verið einmana.

Annars erum við að missa þessa frábæru nágranna, þau voru að kaupa sér hús í Njarðvík. Muuuu.


bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

júlí 2006
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa