Sarpur fyrir 24. júlí, 2006

ský

skemmtilegt að sjá þokuna læðast svona út fjörðinn, sjá bæði undir og yfir og allt um kring.
þoka
Originally uploaded by hildigunnur.

Húslestur

Jón Lárus þýddi Ástrík úr ítölsku fyrir mig og krakkana. Náði að lesa allan Ástrík í Heilvitalandi og hluta af Bretalandi líka.
Húslestur
Originally uploaded by hildigunnur.

Tækjafríkin

í sveitaferð. Heil 6 hleðslutæki með í för og sum dugðu meira að segja fyrir fleiri en eitt tæki. Símahleðslutækið ómissandi þjónaði þremur símum, 3 myndavélar, sama tæki, 2 poddar, sitt hvort tækið, tölvan hennar Fífu, 1 tæki og svo GPS tæki Jóns Lárusar, eitt tæki. Svo var GameBoyinn hans Finns með en hann tekur bara venjuleg batterí þannig að honum fylgdi ekki hleðslutæki.

Bilun?


Tækjafríkin
Originally uploaded by hildigunnur.

fjaran

ótrúlega flott mynstur sem myndast þarna í sandinum. Smá skeljasandur blandaður við venjulegan svartan, líklega heldur léttari þannig að hann flýtur ofan á og færist með straumnum.
mynstur í sandi
Originally uploaded by hildigunnur.

Finnur og kuðungurinn

þessi var sprelllifandi og fékk að fjúka aftur út í sjó
Finnur og kuðungurinn
Originally uploaded by hildigunnur.

séð yfir Dýrafjörðinn

held að varla megi mótmæla því að þetta sé fallegt…
séð yfir Dýrafjörðinn
Originally uploaded by hildigunnur.

Súkkulaðikakan

á Hótel Núpi sveik ekki. Heimalagaður ís með, ekki síðri. Mmmm!
Súkkulaðikakan
Originally uploaded by hildigunnur.

Fuglalífið

var ótrúlegt, ég hef ekki tölu á öllum þeim tegundum sem við sáum í ferðinni. Örugglega 5-6 tegundir bara í garðinum. Sáum samt ekki rjúpufjölskyldu í garðinum núna, síðast þegar við komum vestur bjó rjúpa með 4-5 unga þar.
Máríuerla á palli
Originally uploaded by hildigunnur.

Þetta var ekki

með því óþægilegasta. Sést nú ekki að ég hafi tekið lit þarna samt. En ég verð heldur aldrei nokkurn tímann brún á fótunum nema með aðstoð brúnkukrema.
Pallasælan
Originally uploaded by hildigunnur.

Munur að hafa

góða hjálp við sláttinn. Reyndar hefðu stelpurnar frekar kosið að við værum með okkar sláttuvél, bæði er hún stærri (sem er reyndar fyndið, smá stærðarmunur á görðunum – í hina áttina) og svo hirðir hún heyið sjálf. Þær höfðu samt ekkert nema gott af því að raka smá.
Kaupakona 1
Originally uploaded by hildigunnur.

talandi um læk…

þetta var nú frekar kalt en hún lét sig hafa það. Þetta er bútur af læknum sem rennur í gegn um garðinn á Ytri húsum. Drykkjarvatn hússins er tekið úr honum (ofar en þetta, samt). Eini kosturinn við loftkuldann fyrir vestan var að vatnið var kalt og gott
kalt bað
Originally uploaded by hildigunnur.

Lítill herramaður

hæstánægður í Dýrafirði. Hann var nú ekki alltaf jafn spenntur fyrir að fara út, þurfti að draga hann út úr fýlunni. Mikið auðveldara að sitja bara inni og horfa á spólu eða leika sér í GameBoyinum sínum.

Þegar hann var kominn út var náttúrlega varla hægt að draga hann inn, hins vegar. Endalaust hægt að leika sér í stóra garðinum með læknum.


Finnur
Originally uploaded by hildigunnur.

Vestfirðir

ég held að ég sé húkkt á Vestfjörðum. Svona eins og þjóðverji með íslandsdellu.

Samt gerðum við nú svo sem ekki mikið. Aðallega afslöppun, sundferðir, oftast á Suðureyri, útilaugin heillar, en líka í Þingeyrarlaugina. Svo er kominn þessi fíni stóri pallur við húsið (held hann sé sexfaldur á við okkar hér í horninu á garðinum). Mikið hægt að grilla og liggja í sólbaði þó golan væri ekki sérlega hlý.

Mér tókst t.o.m. að taka smá lit. Og það þrátt fyrir Proderm 20. Mesta furða.

Bóndinn og dæturnar gengu á Mýrafellið, sonurinn harðneitaði fjallgöngu þannig að við urðum eftir heima í Ytri húsum. Víst ágætt, klifrið var feikinóg fyrir Freyju að minnsta kosti. Sama gilti um veiðiferð í Núpsá, við reiknuðum ekki með að sá litli hefði þolinmæði í að veiða. Enda veiddist ekki neitt. Fórum þó öll í fjöruferð.

Út að borða á Hótel Núpi, nýr rekstur þar á bæ, frábært kvöld. Þjónustan, matseðillinn og enn frekar vínseðillinn (hmm, hvers vegna hann sé ekki á netinu? Og hvers vegna eru þau ekki með síðuna á íslensku líka?) þar geta vel mælt sig við bestu veitingahús hér í bæ. Eina sem við höfðum út á kvöldið að setja var að sumt sem við ætluðum að panta var uppselt þegar við komum (og þó komum við ekki seint, 8 á föstudagskvöldi og staðurinn er opnaður klukkan 7). Mæli með að fólk skjótist á Núp og fái sér að borða, sé það statt fyrir vestan. Efast satt að segja stórlega um að það sé svona góður veitingastaður annars staðar á Vestfjörðunum. Megið leiðrétta mig, Vestfirðingar, ef þetta er ekki rétt.

Kannski maður fari að kíkja á þessar rúmlega 200 myndir og sjá hvort eitthvað vit er í þeim. Sjálfsagt mest af fjölskyldunni úti á palli að drekka bjór og leysa sudoku eða eitthvað álíka.

humm

seinna í dag, það er að segja

farin að sofa

gnat

æm

hóm

toppferð vestur

þreyttur

meira á morgun


bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

júlí 2006
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa