Sarpur fyrir 13. júlí, 2006

í dag

var síðasti dagur litla gaursins í leikskólanum.

Mér þykir það pínu sorglegt. Er búin að vera með barn á Grænuborg samfleytt í 12 ár. Fífa fékk pláss þar sumarið ’94 og eftir það hefur ekki komið til greina að setja börnin á aðra leikskóla. (og það þrátt fyrir að búa beint á móti öðrum örugglega ágætis leikskóla hér í borg) Frábært starfsfólk og stjórnendur, auðvitað hefur skólinn ekki farið varhluta af tíðum starfsmannaskiptum eins og aðrir leikskólar í borginni, ég veit að henni Gerði leikskólastjóra hefur þótt hrikalegt að geta ekki boðið sínu frábæra fólki almennileg laun. Einhvern veginn hefur samt valist þarna úrvalslið á allan hátt, góður kjarni hefur líka verið þarna allan tímann. Ég held að það sé á engan hallað þó ég nefni sérstaklega hann Kalla sem er búinn að vera algjör klettur þarna frá því fyrir minna barna tíð.

Sem dæmi um það sem við höfum notið á Grænu er að þegar hún Freyja var greind með eyrnabólgu og hálfheyrnarlaus við þriggja og hálfs árs aldur, kunni lítið að tala og tjá sig öðruvísi en með teikningum fékk hún ómetanlegan stuðning, starfsmaður var sendur á talþjálfunarnámskeið og barnið fékk taltíma svo til á hverjum einasta degi þar til hún hætti í leikskólanum 6 ára. Hún er núna með þeim hæstu í bekknum sínum og það ber ekkert á því að hún hafi verið svona sein í gang.

Þakka ykkur endalaust fyrir börnin mín, þið eigið sannarlega stóran þátt í hvað þau eru heilsteyptir einstaklingar.

Finni finnst þetta hins vegar ekki spor sorglegt. Hann hlakkar ótrúlega til að byrja í skóla í haust. Vonandi verður hann ekki fyrir vonbrigðum. Það væri óskandi að allt skólakerfið stæði sig með eins mikilli prýði og leikskólinn Grænaborg.

ekki

förum við vestur í dag, því er nú verr og miður. Startarinn í bílnum bilaður, var sendur frá Kvikk á annað verkstæði og við fáum ekki bílinn í dag. Sitjum því súr heima.

Best að taka Pollýönnuna á þetta, skárra að þetta gerðist núna en annaðhvort uppi í Skálholti eða þá í kvöld, einhvers staðar í afdölum, stopp til að fá okkur nesti, langt frá mannabyggðum.

Hins vegar ekki víst að við förum á morgun heldur þó við fengjum bílinn þá, ömurleg spá. Kemur allt í ljós.

þetta

hér er náttúrlega lygi. Ég sem er harður antiValsari

Annars á þetta eiginlega enn betur við hana nöfnu mína, rétt föðurnafn og allt.

verkstæði

bíllinn kominn upp í Kvikk þjónustu, er ekki svolítið skerí þegar maður er búinn að læra símann á viðgerðarverkstæðinu sínu utan að?

Vonandi að við komumst af stað í kvöld. Liggur við að ég þori ekki að búa til nesti, gæti jinxað dæmið. Er nú samt að hugsa um að pakka niður, það geymist þó fram til morgundags, þó samlokur gætu orðið pínu þreyttar.


bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

júlí 2006
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa