Sarpur fyrir 9. júlí, 2006

réttur búningur

Ég slysaðist til að kaupa réttan landsliðsbúning á litla gaurinn minn. Hann mætir stoltur í honum á morgun í leikskólann 😀 Til hamingju, Ítalir. Frakkar voru reyndar betri í seinni hluta leiksins en svona gerist þetta bara stundum.

er að

halda í mér með að fara blogghringinn, við vorum búin svo seint í dag að við náðum ekki leiknum. Ætla ekki að kíkja á hvernig hann fór fyrr en Jón Lárus, Fífa og Finnur eru búin að horfa á upptökuna.

komin heim

eftir aldeilis frábæra viku uppi í Skálholti. Sungið, borðað, sungið meira, farið í sund, borðað meira, sungið meira, rauðvín á kvöldin, Freyjuskotta með, fínt bonding hjá okkur. Liðið mitt kom svo um helgina, mínus Finnur reyndar, hann fór í útilegu. Tónleikarnir gengu mjög vel, þó nokkrir sem sögðu kórinn ekki hafa verið betri lengi. Frábært, bara. Vorum reyndar í intensíf samhljómsvinnu og það skilaði sér greinilega.

En það er samt oooofboðslega gott að vera komin heim. Jaháts!


bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

júlí 2006
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa