mig grunar

svo grimmt að nú eigi að fresta blessuðu tónlistarhúsinu, fréttir og skoðanakannanir upp á hvern dag. Það á sko að bjarga fjárhag þjóðarinnar og koma slyðruorðinu af stjórnvöldum með þessu. Aulinn í Botnleðju tekur undir og auðvitað fíbblin á Vefþjóðviljanum (þann vef reyni ég alltaf að lesa af og til þar sem það er öllum hollt að kynna sér málflutning þeirra sem eru á öndverðri skoðun. Get hins vegar aldrei lesið mjög lengi, ég fer alltaf í svo skelfilega vont skap af því).

Svo þegar þessu hefur verið frestað má halda áfram með álveravæðinguna af fullum krafti, því við frestuðum jú tónlistarhúsinu.

Hvers vegna heyrist aldrei þessi söngur þegar byggð eru endalaus íþróttamannvirki út um allt?

Heilbrigð sál í hraustum líkama, jú við erum búin að hlaða undir hrausta líkamann í hundrað ár, nú er komið að heilbrigðu sálinni.

Ég skora á nýjan borgarstjóra og fjármálaráðherra, já og menntamálaráðherra, þó ég styðji ekki þeirra flokk, til að hlusta ekki á þetta, heldur halda sínu striki.

0 Responses to “mig grunar”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.798 heimsóknir

dagatal

júní 2006
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: