Mætt

á svæðið, gott að vera kominn heim. Lentum í Keflavík rétt fyrir miðnætti, vélin nær tóm þannig að við höfðum heila röð á mann, fleiri ef við hefðum viljað. Hrúgað á okkur koddum og teppum, ég steinsvaf alla leiðina. Ágætt, bara.

Frábær ferð, annars, skemmtilegur félagsskapur. Fengum snilldar fararstjórn í Prag, einn samkennari minn lærði þar, lóðsaði okkur um borg og bý. Borgin hefur breyst þessi ósköp síðan við komum þangað síðast fyrir fimmtán árum. Talsvert alþjóðlegri, það fór ekki mikið fyrir keðjubúðunum og ítölsku veitingastöðunum, að ég minnist nú ekki á Makkdónalds og KeiEffSí. Ekki endilega til bóta en nú gat maður að minnsta kosti gert sig skiljanlegan.

Gistum á þrem hótelum í ferðinni (fyrir utan eina nótt þar sem við Jón Lárus dvöldum hjá Irme vinkonu okkar í Birkerød). Tvö fín (First Hotel, Vesterbro og Park Hotel í Prag) en Cab Inn í Köben – tja, það var eiginlega kallað Crap Inn, svo sem ósköp snyrtilegt en herbergin voru á stærð við fataskáp, við sváfum í kojum. Ég hef ekki sofið í koju síðan ég veit ekki hvenær. Eða jú, á Hótel Horribilis einu sinni í kórferð, reyndar.

Náði þremur skólaskoðunarferðum, missti af einni.

148 myndir teknar, komnar í tölvuna, nú er að fara í gegn um þær og henda inn í flickr.

0 Responses to “Mætt”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

júní 2006
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: