kosningar

Nú eru bæði Hvatarkona og Framsóknarfrauka búnar að hringja í mig til að reyna að veiða atkvæðið mitt. Byrjaði á því að benda þeim báðum á að ég sé krossmerkt í símaskránni, sú frá D þóttist nú ekki hafa símanúmerið mitt þaðan, ekki veit ég hvaðan hún hefur það þá, þessi frá Exbé hins vegar hélt að það þýði bara bann við símasölu, ég sagðist nú halda að það hlyti að gilda um allt símaónæði. Ég meina, eru ekki meira að segja áhöld um hvort Gallup og hinar kannanastofnanirnar megi hringja í fólk sem er búið að merkja sig?

Að minnsta kosti gat ég bent báðum dömunum á að ég hefði nú verið andlit í auglýsingu Vinstrigrænna um daginn þannig að það þýddi mjög takmarkað að hringja í mig. Hvatarkonan var mjög kurteis og kvaddi mig og sagði – gangi ykkur vel. Sú frá exbé spurði hvort ég væri nú aaaalveg viss. Jú, þóttist vera það.

Var svo ekki fyrr búin að leggja á þegar ég mundi eftir að ég hefði getað sagt henni að þetta þýddi enn minna, ég kaus nefnilega utankjörfundar í morgun.

Rétt, að sjálfsögðu.

Hef annars aldrei fyrr en núna fengið svona upphringingar frá flokkunum. Ætli ég sé komin á einhvern lista? Búin að ná einhverjum aldri? Hvað með ykkur hin, er verið að hringja svona í ykkur líka? (svarist þegar Enetation kemur upp aftur)

0 Responses to “kosningar”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.788 heimsóknir

dagatal

maí 2006
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: