Sarpur fyrir 22. maí, 2006

í dag

kláraði ég tvo nýja fiðludúetta (annar af þeim var reyndar nærri tilbúinn). Hálfnuð með dúettaseríuna.
fékk ég nýja pöntun, skilist um áramót 2006-2007
horfi ég út í skítkalda rokið og hugsa að það geti ekki orðið annað en betra í Köben, hvað þá Prag.
setti ég ógeðslega flottan broskall á síðustu færslu, aðeins til að uppgötva að hann tollir ekki þar. Bandwidth theft. Ég er skammvinnur bandwidth þjófur.

Ég á alltaf

héðan í frá eftir að kjósa utankjörfundar, eins snemma og ég get. Besta afsökun í heimi að geta bara brosað sætt framan í liðið og sagt – Búin að kjósa 😀 Slapp auðveldlega fram hjá tveimur básum í Kringlunni áðan.

kosningar

Nú eru bæði Hvatarkona og Framsóknarfrauka búnar að hringja í mig til að reyna að veiða atkvæðið mitt. Byrjaði á því að benda þeim báðum á að ég sé krossmerkt í símaskránni, sú frá D þóttist nú ekki hafa símanúmerið mitt þaðan, ekki veit ég hvaðan hún hefur það þá, þessi frá Exbé hins vegar hélt að það þýði bara bann við símasölu, ég sagðist nú halda að það hlyti að gilda um allt símaónæði. Ég meina, eru ekki meira að segja áhöld um hvort Gallup og hinar kannanastofnanirnar megi hringja í fólk sem er búið að merkja sig?

Að minnsta kosti gat ég bent báðum dömunum á að ég hefði nú verið andlit í auglýsingu Vinstrigrænna um daginn þannig að það þýddi mjög takmarkað að hringja í mig. Hvatarkonan var mjög kurteis og kvaddi mig og sagði – gangi ykkur vel. Sú frá exbé spurði hvort ég væri nú aaaalveg viss. Jú, þóttist vera það.

Var svo ekki fyrr búin að leggja á þegar ég mundi eftir að ég hefði getað sagt henni að þetta þýddi enn minna, ég kaus nefnilega utankjörfundar í morgun.

Rétt, að sjálfsögðu.

Hef annars aldrei fyrr en núna fengið svona upphringingar frá flokkunum. Ætli ég sé komin á einhvern lista? Búin að ná einhverjum aldri? Hvað með ykkur hin, er verið að hringja svona í ykkur líka? (svarist þegar Enetation kemur upp aftur)


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

maí 2006
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa