Sarpur fyrir 16. maí, 2006

Tónleikalengd

hitti mæta konu í dag, sú var á tónleikunum hjá okkur í gærkvöldi.

Hún var mjög ánægð með tónleikana, en minntist sérstaklega á lengdina á þeim. Fannst bara frábært að koma á tónleika sem voru bara klukkutími með hléi. Og við sem vorum hálf vandræðaleg, okkur fannst þetta svo stutt.

Kannski bara alger misskilningur með að vera alltaf að teygja tónleika upp í einhverja fyrirfram skilgreinda lengd. Þrjúkortér-klukkutími, þá hlé, þá önnur þrjú. Eða lengra. Við í áhugamannabandinu vorum með eina svona stutta síðasta mars, kom reyndar ekki til af góðu, en við heyrðum þó nokkra tala um þetta sama. Bara mjög hressandi að koma á tónleika og fá svona passlegan skammt af menningu. Hvað finnst fólki?

gasmaðurinn

er ekki kominn enn. Ég í klemmu. Á ég að þora að setja lasagnað inn? Kannski ekki gáfulegast að hafa mat sem krefst ofns akkúrat í dag…

Ébbúnafá

nýja eldavél, húrra 😀

nú bíð ég eftir gasmanninum, sagðist mögulega geta komið í dag. Mjöööög spennandi.


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

maí 2006
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa