Sarpur fyrir 4. maí, 2006

Eftir víólutímann

var stór stund hjá litla gaurnum, ég sleppti honum út við leikskólann (tja, opnaði hliðið reyndar og lokaði á eftir honum) en hann kom sér sjálfur inn, ég fylgdi honum ekki inn á deild.

Hann skilur reyndar ekkert í því hvers vegna hann getur ekki bara labbað sjálfur í leikskólann á morgnana. Hann ratar náttúrlega og er löngu farinn að ráða hvenær við förum yfir göturnar.

yrði nú ekki mjög vel séð samt, held ég…

Árans II

Ekki var píanistinn par hrifinn af Fríkirkjunni, ekki nógu gott hljóðfæri fyrir hans smekk. Leitin heldur áfram…

Árans

Listasafnið sveik okkur, grrr! Eins gott að við erum slúbbertar sem vorum ekki búin að prenta fullt af plakötum og selja miða út um allan bæ! Verðum að öllum líkindum í Fríkirkjunni í staðinn, prógrammið ekki beint kirkjulegt, þó sosum ekkert guðlast í gangi. Svolítið svakaleg kvæði samt sum, amk. mín tvö: Martröð eftir Örn Arnarson, skerí draugastemning, draugur talar, og svo Bóthildarkvæði, fornkvæði þar sem fjallað er um morð og nauðganir. Úff.


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

maí 2006
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa