Sarpur fyrir 2. maí, 2006

tónleikarnir

samkvæmt beiðni 😀

Þetta eru sem sagt vortónleikar Hljómeykis, þemað er þjóðlegt (þulur, kvæði, gátur og þannig lagað). Öll tónlistin sem flutt verður er ný eða mjög nýleg og er eftir félaga í kórnum. Við erum með ofgnótt tónskálda og tónskáldanema í hópnum, fyrir utan sjálfa mig eru þarna tvö önnur útskrifuð tónskáld, 3 tónsmíðanemar og einn sem er reyndar ekki formlega í námi en ætti að drífa sig í það.

Tónleikarnir geta eiginlega ekki með nokkru móti verið í kirkju þannig að það tók heilmikinn tíma og vesen að finna tónleikastað. Fengum loks inni í Listasafni Íslands (við hlið Fríkirkjunnar, svo margir ruglast á listasöfnum Íslands og Reykjavíkur að best að taka það fram)

Verða sunnudaginn 14. maí klukkan 17.00 Líklega um klukkustundar langir. Verð? Hmmm. Óákveðið. Líklega 1500 krónur, 1000 fyrir ellismelli og nemendur, frítt fyrir börn og unglinga. Fullt af bráðskemmtilegum nýjum verkum

Stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson og meðleikari í einu verki Örn Magnússon.


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

maí 2006
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa