Sarpur fyrir 19. apríl, 2006

klukkan

orðin tíu, get farið að sofa með góðri samvisku. Zzzzzzz…

smeg

gengum alla leið lengst inn á Suðurlandsbraut í dag að skoða ísskápa (bíllinn var í bremsuklössun). Ísskáparnir voru minnst jafn flottir og þeir litu út á netinu en við erum samt að hugsa um að tíma þeim ekki. Hundraðogsextíuþúsund á tilboði (svolítið fyndið tilboð, reyndar, kosta hundraðsextíuogfjögurþúsund venjulega. Alveg 2,4% afsláttur!) Ætli maður láti sér ekki duga eitthvað aðeins ódýrara. Ekki munu þeir lækka í bili heldur, meðan krónan er í frjálsu falli.

okkur langar í þennan! Ísskápurinn okkar er alveg…

okkur langar í þennan! Ísskápurinn okkar er alveg að syngja sitt síðasta. Maður hættur að fá varahluti, við erum búin að einangra frystihólfið tvívegis með þéttilistum og lítið gengur. En Tryggvi Herberts segir að íslingar eigi að hætta að eyða…

(mikið var ég annars ÓXLA fegin að lesa í dag að vegna þess að það er búið að skrifa undir alla samninga vegna tónlistarhúss er afskaplega ólíklegt að akkúrat því verði frestað í þetta skiptið. Nógu oft erum við búin að þurfa að bíða, framyfir nógu margar íþróttamannvirkjaframkvæmdir til dæmis.

Þetta er svolítið svipað og með hunda- og kattaliðið, alltaf hef ég haldið að hundafólk sé í miklum meirihluta í þjóðfélaginu þar til um daginn að ég las að það eru hundar á svosem 5% heimilum á meðan kettir eru á 12%. (ég er vonlaus í að muna tölur en hlutföllin voru nokkurn veginn þessi). Hundaliðið hefur bara miklu hærra. Tölurnar tala svo bara sínu máli. Sama með íþrótta- og tónlistarpakkann. Þeir sem sækja klassíska tónlistarviðburði eru margfalt fleiri en þeir sem koma á íþróttaleiki. Heyrist bara svo miklu hærra í þeim síðarnefndu. Kunna kannski líka betur gangapotið, gæti verið…)


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

apríl 2006
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa