Sarpur fyrir 18. apríl, 2006

Fermingin

og fermingarveislan hennar Fífu gengu þvílíkt vel, stundin hátíðleg, stressið minimal. Hallveig kom klukkan hálftíu og sá um létta förðun á fermingarbarninu, þau áttu síðan að mæta klukkan kortér yfir tíu upp í kirkju. Skutlað þangað, síðan fórum við hin í fjölskyldunni í okkar fínasta púss (ég hafði keypt mér nýtt dress í stað þess sem féll ekki í kramið), keyrðum alla tvöhundruð metrana upp í kirkju, vorum komin þangað upp úr hálfellefu.

Þrátt fyrir að vera alveg laust við að vera trúuð verð ég að viðurkenna að ég fékk stóran kökk í hálsinn þegar prósessían gekk inn kirkjugólfið. Litla stelpan mín ekki svo lítil lengur.

Fermingin sjálf fór nokk eftir bókinni, bara mjög falleg athöfn. Krakkarnir stóðu sig öll mjög vel, enginn hikstaði á ritningargreininni sinni, einn var reyndar svo feginn að hafa getað romsað henni upp í heilu lagi að hann ætlaði að sleppa fermingunni sjálfri og rjúka beint í sætið, presturinn þurfti að hlaupa á eftir honum og pikka í hann. Frekar vandræðalegt.

Finnur stóð sig líka mjög vel, fylgdi textunum og söng með í sálmunum, kunni þá náttúrlega ekki neitt en var ótrúlega duglegur að fylgja.

Eftir athöfn fórum við heim, fengum okkur smá hádegismat, tíndum til það sem átti eftir að fara með heim til ömmu og afa þar sem veislan var haldin. Þangað komin, um hálftvö leytið, undirbúningur á fullu. Mamma og pabbi, Óli bróðir og þó sérstaklega Kristín kærastan hans stóðu á haus að hjálpa okkur, Kristín hafði yfirumsjón með skreytingum hússins. Um miðjan dag skutumst við í veisluna hjá Halldóri Bjarka frænda okkar, þar við góðan viðurgjörning í rúman klukkutíma, keyrðum Fífu í aðra veislu dagsins, kórvinkona, við bóndinn í Garðabæinn á okkar veislustað. Þá þurftu hendurnar að standa vel fram úr ermunum. Lokafrágangur á aðalrétti, hita upp það sem ég var búin að gera daginn áður (þakkaði mínum sæla fyrir það, við hefðum amk ekki náð í neinar aðrar veislur ef það hefði ekki verið klárt), salatið varð líka að gera á síðustu stundu.

Allt náðist þetta nú samt, þakka sérstaklega Ester vinkonu minni, þó hún sé nú óttalegur aumingjabloggari er enginn, segi og skrifa ekki nokkur maður, sem kemst í hálfkvisti við hana í afköstum. Við máttum varla reka nefið inn í eldhús, hún stóð vaktina þar frá því fyrstu gestirnir komu, þar til allir voru farnir, (nærri) allt þvegið upp og hreint í stöflum. Hver þarf sal og þjóna þegar hann á svona vini? 🙂

Fermingarstúlkan var alsæl með daginn, athöfnina, veisluna og gjafirnar, (sem hún segir sjálf frá á sinni síðu) hvað meira getur maður beðið um? Snilldardagur.


fermingarstelpa
Originally uploaded by hildigunnur.

hah

ég ætti enn að geta hjálpað fermingarbarninu með stærðfræðina:

You Passed 8th Grade Math

Congratulations, you got 10/10 correct!

Fermingarfréttir hér og svo nánar á morgun. Núna ætla ég að klára rauðvínsglasið mitt og fara svo að SOOOOFAAAA!


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

apríl 2006
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa