Sarpur fyrir 15. apríl, 2006

nú erum við sko búin að vinna okkur fyrir einum bj…

nú erum við sko búin að vinna okkur fyrir einum bjór (og þó þeir væru tveir)

man ekki hvort það var á sama tíma í fyrra eða hitteðfyrra, við vorum líka komin í bjórinn, Jón Lárus segir: eigum við kannski að fá okkur popp? Ég: Uuuu, tjaaa…. Nei! mig langar ekki í popp! Fáum okkur frekar flögur.

við Fífa vorum búnar að fela páskaeggið hans inni í örbylgjuofni…

barnaherbergi númer eitt er orðið að unglingaherbe…

barnaherbergi númer eitt er orðið að unglingaherbergi.

time flies…

Herra Finnur fékk óvænta gjöf um daginn, Fífa og p…

Herra Finnur fékk óvænta gjöf um daginn, Fífa og pabbi hennar eru að taka herbergið hennar í gegn og fundu gamla GameBoyinn hennar, hver var búinn að liggja ónotaður í nokkur ár. Hann er nú genginn í endurnýjun lífdaga. Finnur búinn að vera fastur við hann í marga daga, talsvert mál að takmarka notkunina.

Nú dauðsér Fífa náttúrlega eftir því að hafa ekki geymt græjuna og gefið honum hana í afmælisgjöf…

Prag í maí, við erum lögst yfir borgarbækur, ekki …

Prag í maí, við erum lögst yfir borgarbækur, ekki það, við verðum með leiðsögumann í ferðinni en það er nú samt alltaf gott að vita hvert maður vill fara. Tókum reyndar stóran hluta af túristapakkanum haustið ’91 þegar við fórum til Prag þannig að við þurfum ekki að klöngrast upp í kastala frekar en við viljum.

TimeOut gædinn er reyndar snilld. Bráðskemmtileg lesning.


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

apríl 2006
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa